Fuglaskoðunarferðir


Við hjá Valferðum bjóðum uppá hverskonar fuglaskoðunarferðir, allt frá eins dags ferð eða minna,uppí einnar viku eða jafnvel enn lengri ferðir, allt eftir óskum þátttakenda, veðri og aðstæðum, árstíma o.s.frv.

En áður en lengra er haldið er rétt að gera greinarmun á þeim tvennskonar fuglaskoðunarferðum, sem við bjóðum uppá:

A) Einkaferðir. Hér er það einstaklingurinn sem pantar ferðina sem ræður ákvörðunarstað. Hér getur t.d. verið um að ræða áhugamann um aðeins eina tegund fugla sem hann er kominn til að skoða, eða atvinnumann,eins og t.d. ljósmyndara eða fuglafræðing sem kominn er til landsins í mjög ákveðnum tilgangi, og getur þá jafnvel verið nauðsynlegt að kalla til eða leita ráða hjá innlendum sérfræðingum eða stofnunum til þess að greiða götu þeirra. Slíkar ferðir geta staðið allt frá örfáum dögum, upp í margar vikur, jafnvel heilan mánuð. Gerið svo vel að leita tilboða í slíkar ferðir hjá okkur.

B) Skipulagðar ferðir fyrir almenning: Hér eru fjórar mismunandi ferðir í boði.

Í venjulegri dagsferð til fuglaskoðunar með Valferðum að vorlagi um höfuðborgarsvæðið og Suðurnes (Ferð I.), getum við gert okkur raunhæfar vonir um að koma auga á 35-40 fuglategundir; í öðru lagi (Ferð II) fjögurra daga ferð okkar um Vesturland, Snæfellsnes, Breiðafjarðareyjar og Vestfirði 50- 60 tegundir ,en í vikuferð um landið (Ferð III: Hin Sígilda Vikulanga Fuglaskoðunarferð Valferða), þar sem farið er annaðhvort um Vestur-og Norðurland, eða um Suðurlandsundirlendið allt austur til Hafnar í Hornafirði. getur þessi tala hæglega nálgast 65-70 tegundir.
Loks, fyrir árið 2009 eins og undanfarin ár, bjóðum við uppá Stóra 12 daga Fuglaskoðunarferð (sjá Ferð IV), með fullkominni gistiaðstöðu og aðbúnaði. Þessi ferð er einkum ætluð erlendum fuglaskoðunarmönnum, en gæti einnig verið áhugaverður kostu fyrir innlenda áhugamenn sem hefðu áhuga á að kynnast aðferðum, tækjabúnaði og umfram allt mönnum með sama áhugamál og þeir sjálfir og jafnvel miðla þeim af þekkingu sinni ásamt fararstjóra.
Langflestir þeirra fugla sem við komum til með að sjá í þessum ferðum eru íslenskir staðfuglar, þ.e.a.s. varpfuglar hér á landi en til þeirra teljast nú 75 tegund.(Varpfuglar Ísland).Við hann má svo bæta við öðrum lista yfir 27 fuglategundir sem einhverntíma hafa orpið eða reynt varp á landinu með misjöfnum árangri,(Óreglulegir varpfuglar á Íslandi).

Hins vegar veldur lega landsins á mótum Norður-Íshafsins, Atlantshafsins, Vesturheims og Evrópu því að hér verða krossgötur margra fuglategunda. þess vegna berst hingað á hverju ári mikill fjöldi flækings-og hrakningsfugla úr öllumáttum, þannig að nánast á hverju ári bætast nýjar tegundir við þann mikla fjölda flækingsfugla sem hér hafa sannanlega sést , en þeir eru nú 251 talsins (Flækingsfuglar á Íslandi).

Alls hafa því sést á landinu 349 tegundir fugla til þessa (árslok 2000).
Brottfarir:
Ferð I: Dagsferð: Samkvæmt pöntun, daglega, nema frá Nóvember og fram í Mars. Sendið okkur tölvupóst eða hafið samband símleiðis.
Ferð II: 4 Dagar
: Alla Mánudaga í Apríl, Maí //September, fram byrjun Október.
Innifalin þjónusta: Akstur með aldrifsbíl, leiðsögn.
Verð pr.mann pr.dag:
Ath: Að lágmarki þarf 3 fullgreiðandi þáttakenda í þessar ferðir.
(Veljið gjaldmiðil með því að benda inn í kassann hér að ofan)

Ferð III: Hin Sígilda Vikulanga Fuglaskoðunarferð Valferða : Til þess að binda okkur ekki um of og til þess að geta gripið bestu tækifærin til fuglaskoðunar sem gefast hverju sinni, hvort heldur sem er vegna veðurs eða annarra ástæðna, þá höfum við ákveðið að gefa ekki út fastákveðna ferðaáætlun um þessar vikuferðir. Venjulega tökum við ákvörðunina aðeins örfáum dögum fyrir brottför og þá er raunin þó yfirleitt sú að okkur standa aðeins tveir höfuð kostir til boða:
A) Vestur-og Norðurland: Þá leggjum við af stað sem leið liggur upp í Hvalfjörð(æðarfugl), höldum síðan vestur á Álftanes (vaðfuglar), síðan á Snæfellsnesið (farfuglar), Breiðafjarðareyjar (arnarvarp, skarfar) og síðan á Látrabjarg. Þvínæst um Vestfirði, út í Æðey, og Djúpið. Að síðustu þræðum við strendur Norðurlands, allt þar til komið er á Mývatn, með sínar 14 verpandi andategunda, auk fálka, smyrla og annarra tegunda.

B) Suðurland: Þá hefjumst við handa með því að skoða fuglalíf innan borgarmarkanna, og höldum síðan út á Álftanes (farfuglar), Vatnsleysuströnd og Reykjanes (fuglabjörg við Hafnir og Krýsuvík), höldum síðan til Vestmannaeyja (sjófuglar) og skoðum síðan friðlandið í Flóa. Leiða okkar liggur síðan austur á bóginn með ströndinni: Dyrhólaey og Hjörleifshöfði, skúmur á Breiðamerkursandi, allt þar til komið er austur á Mýrar og Höfn í Hornafirði, þar sem við gerum okkur sjálfsögðu von um að sjá sjaldgæfa flækingsfugla (hegra?), o.s.frv.

ATHUGIÐ VANDLEGA: Þótt önnur hvor ofangreind ferðaáætlun hafi orðið fyrir valinu, þá hefur fararstjóri Valferða alltaf þann möguleika að breyta henni eftir þörfum, t.d. ef okkur berast fréttir ("tvits") um að einhver afar sjaldgæfur fugl hafi sést á vissum stað (t.d. Snæugla á Hálendinu), og halda þá á staðinn. Slíkar ákvarðanir mun hann taka í góðu samkomulagi við þátttakendur í ferðinni hverju sinni.


Ferð III: Reykjavík - Reykjavík eingöngu

Brottför: alla Mánudaga í , Maí, Júní, Júlí og fyrstu viku September.
Lengd ferðar : 7 dagar, 7 nætur.
Lágmarksþátttaka: 3 fullorðnir
Innifalin þjónusta: Ferðir í aldrifsbíl, leiðsögn, hálft fæði og gisting:
Gisting: á litlum sveitahótelum, bændagistingu, eða annarri sambærilegri gistingu, oftast (en þó ekki alltaf) með bað- og salernisaðstöðu á herberginu..
Álag vegna eins manns herbergis: +13%.
Fæði: Hálft fæði, (ríkulegur morgunverður, þriggja rétta kvöldverður), sem hefst með kvöldverði fyrsta daginn og lýkur með kvöldverði síðasta daginn. Drykkir/minibar ekki innifalinn.
Verð per farþega fyrir Ferð III :
(smellið inni í valboxið til þess að velja gjaldmiðil)
 

Ferð IV: 12 dagar: Stóra fuglaskoðunarferð Valferða árið 2014.

Staðfestingargjald fyrir ferðir sem standa lengur en einn dag: 30 %.

Söluskilmálar (vinsamlegast lesið vandlega)
Innifalið: Akstur og leiðsögn
Nauðsynleg tæki og tól: Góður kíkir og/ eða "skóp", góður útivistar- og regnfatnaður og góðir gönguskór. góð stígvél og jafnvel vöðlur koma sér einnig oft vel.
.
bakalabelheimlabelefstlabel