Stykkishólmur og Bátsferð á Breiðafirði

Við leggjum af stað snemma úr Reykjavík í þessa ferð (8:30), og ökum sem leið liggur fyrir Hvalfjörð og um Leirársveit og fyrir Hafnarfjall uns komið er í Borgarnes um kl 10. Eftir stuttan stans er síðan haldið áfram vestur Mýrarnar, í gegnum allmarga hraunfláka og dáðst að Eldborginni og síðan haldið yfir Snæfellsnesfjallgarðinn um Kerlingarskarð og rennt í hlað í Stykkishólmi skömmu fyrir hádegið.
Eftir hádegið er lagt af stað í tæplega 2,5 klst langa siglingu um Breiðafjörð með Eyjaferðum h.f.þar sem siglt er á hægu stími um eyjaklasann á firðinum og hið markverðasta í náttúrufari svæðisins skoðað í góðu tómi. Má þar einkum nefna hið fjölbreytta fuglalíf, en þar má,auk fremur sjaldséðra sjófugla eins og t.d. toppskarfa og dílaskarfa, einnig oft koma auga á konung íslenska fuglaríkisins, þ.e. haförninn. Aðrar eyjar eru einkum markverðar í jarðfræðilegu tilliti fyrir sérkennilegar bergmyndanir eða heitar uppsprettur og þvínæst eru hin ógnarsterku sjávarföll,þar sem straumröstin inn og út úr Hvammsfirði brýst fram á milli tveggja smáskerja, skoðuð.
Á leiðinni heim aftur til Stykkishólms, þá fleygir áhöfnin skelfisksplógi fyrir borð og gefur síðan fólki tækifæri á að smakka á gómsætum aflanum.
Að lokum er haldið aftur til baka um Heydalsveg, og hin nýju jarðgöng undir Hvalfjörðog komið til baka til Reykjavíkur um kl 18:30.
Lengd: 8- 9 klst,
Brottför: fimmtudaga kl.8:30, eða samkvæmt pöntun.
Verð pr.mann (fyrir 4 farþega eða fleiri):

(Vinsamlegast veljið gjaldmiðil)
Innifalin þjónusta: Akstur,leiðsögn og sigling.

bakalabelheimlabelefstlabel